Fyrir verslanir
Expert kæling ehf. hefur um árabil séð um uppsetningu, viðhald og viðgerðir á frysti- og kælikerfum. Starfsmenn okkar búa að sérhæfingu á þessu sviði.
Starfsmenn okkar þekkja vel til allra helstu kæli- og frystikerfa, hafa sótt sérstakt nám og öðlast vottun á uppsetningu kolsýrukerfa. Á meðal fastra viðskiptavina okkar má nefna Samkaup, Nettó, Kjörbúðina, Lýsi og N1 – svo einhverjir viðskiptavina okkar séu nefndir.
Við eigum ávallt fyrirliggjandi á lager – eða pöntum með skömmum afhendingartíma, framúrskarandi vörur frá traustum birgjum okkar. Má þar meðal annars nefna eimsvala, hraðopnandi hurðar, ísvélar, kæliblásara, alla helstu kælimiðla og kælimiðilsdælur, kæli- og frystiklefa, lausfrysta, mjólkurtanka, plötufrysta, þjöppur og varmaskipta.
Við leggjum metnað okkar í að skila viðskiptavinum okkar vel unnum verkum.
Meira hér


















